Vík í Mýrdal Brýn hagsmunamál bíða úrlausnar að mati oddvita sveitarfélagsins.
Vík í Mýrdal Brýn hagsmunamál bíða úrlausnar að mati oddvita sveitarfélagsins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Í sameinuðu sveitarfélagi væri ekki endilega tryggt að nægileg áhersla væri lögð á þau brýnu hagsmunamál sem þarf að vinna að hér,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti í Mýrdalshreppi.

Einar Freyr tilkynnti á kynningarfundi fyrir kosningu um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi að hann myndi ekki kjósa með sameiningunni. Samhliða kosningum til Alþingis um aðra helgi verður kosið um sameiningu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Ásahrepps. Yfirlýsing Einars kom fulltrúum hinna sveitarfélaganna í opna skjöldu á fundinum.

Einar Freyr sagði að sá ávinningur sem fengist með stærra sveitarfélagi væri óljós. „Hættan er sú að í stóru sveitarfélagi beri freistingin til þess að hagræða menn ofurliði.“ 12