Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mikla hækkun raforkuverðs á norræna markaðinum hafa aukið áhuga erlendra aðila á fjárfestingu á Íslandi.

„Þessi þróun styrkir samkeppnisstöðu Íslands og gerir það að verkum að fyrirtæki horfa í auknum mæli til Íslands,“ segir Hörður.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir aðspurður að eftirspurnin eftir orku erlendis frá hafi aukist, í kjölfar þess að raforkuverð hækkaði á mörkuðum ytra.

Þurfa nýja Suðurnesjalínu

Erlendir aðilar hafi m.a. áhuga á að framleiða vetni. Mörg verkefnin þurfi hins vegar mikla orku og því sé afhendingargetan á Suðurnesjum flöskuháls, sem kalli á að Suðurnesjalína númer 2 verði reist.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur rétt að stíga varlega til jarðar í þessum efnum.

...