Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Rokkhljómsveitin Nykur verður með tónleika í Kaldalóni, Hörpu, nk. föstudag. Um fimm ár eru frá því sveitin var síðast á sviði, en núverandi liðsmenn hafa æft vel undanfarna mánuði og lofa kröftugri frammistöðu. „Við læðumst ekki með veggjum,“ segir Guðmundur Jónsson gítarleikari.

Félagarnir Guðmundur og Davíð Þór Hlinason, gítarleikari og söngvari, stofnuðu bandið sumarið 2013. „Okkur langaði til þess að spila heiðarlegt, klassískt rokk,“ rifjar Guðmundur upp en með þeim voru trommuleikarinn Birgir Jónsson og bassaleikarinn Jón Ómar Erlingsson. Markmiðið var að gefa út þrjár plötur og sú fyrsta, Nykur I, fékk góða dóma. Í tengslum við tónleika í Kaldalóni 2016 kom út platan Nykur II, sem féll líka vel í kramið, en síðan hefur ekkert verið að frétta af bandinu þar til nú.

„Við eigum eina plötu eftir og okkur langar til þess að klára hana. Við viljum búa

...