Hlynur Þór Haraldsson fæddist 31. ágúst 1985. Hann lést 2. september 2021.

Útförin fór fram 10. september 2021.

Þegar Hlynur flutti í Garðabæ var hann ekki lengi að heilla vinahópinn! Hann var stór, svalur skógarbjörn sem gat tekið upp golfkylfu og nánast slegið golfkúlu frá GKG yfir á GO. Svo var hann þar að auki með liðleika á við fimleikakonuna Simone Biles. Þessi stóri strákur gat án djóks staðið kyrr og sparkað í hausinn á sjálfum sér! Hlynur kom alltaf vel fram í samskiptum við annað fólk, einkar kurteis en samt léttur og ljúfur húmoristi sem allir kunnu vel við.

Hann var mikill Arsenal-maður og afar fróður um nánast allar íþróttir! Hann hafði mikinn áhuga á landafræði, mannkynssögunni, mönnum eins og Gandhi, Bruce Lee og Bob Marley, tónlist, veiði, dýrum, og þá sérstaklega hundum og fuglum. Mér er það minnisstætt þegar við vorum 17 ára og fórum í sumarbústaðaferð með krökkum úr FG

...