Sigrún Gísladóttir fæddist 26. september 1944. Hún lést 1. september 2021.

Útför hennar fór fram 10. september 2021.

Við systur kynntumst Sigrúnu árið 2011 þegar hún kom inn í líf okkar fjölskyldunnar sem vinkona pabba. Sigrún var glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og einstaklega smekkleg. Það var auðvelt að kynnast henni því hún var opin og áhugasöm um fólkið í kringum sig, var vel inni í öllu, glaðvær, hláturmild og vingjarnleg. Þá var hún sérstaklega hugulsöm og góð við okkur öll, bæði fullorðna fólkið og ekki síst börnin.

Sigrún og pabbi nutu lífsins saman síðastliðin 10 ár og ferðuðust mikið innanlands og utan, sóttu tónleika og aðra viðburði, spiluðu golf og ræktuðu vinasambönd. Samverustundirnar voru margar og ánægjulegar og þá gjarnan í sumarbústaðnum okkar og í fjölskylduboðum. Okkur er sérstaklega minnisstæð ánægjuleg ferð okkar systra og maka með pabba og Sigrúnu til

...