„Mikilvægt er að styrkja stöðu landsbyggðarinnar í heild,“ segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla á Laugarvatni. „Standa þarf vörð um að skólar út um landið eflist, svo mikilvægir eru þeir við búsetuval. Þá er mikilvægt að horfa til nýsköpunar í landbúnaði. Stóra verkefnið er annars að hlúa vel að unga fólkinu og standa um það vörð; svo sem með því að verja meiru fé í alhliða forvarnir.“