Bænir Íslamskir vígamenn.
Bænir Íslamskir vígamenn.

Vígahópur íslamista var leystur upp í Marokkó nýverið þegar löggæslusveitir handsömuðu þrjá karlmenn. Eru þeir sagðir hafa lagt á ráðin um hryðjuverk og opinbera aftöku á embættismanni þar í landi. Handtökurnar fóru fram í borginni Errachidia í suðurhluta landsins, að því er fram kemur í umfjöllun fréttaveitu AFP .

Í húsleit lögreglu fundust meðal annars vopn, feluklæðnaður og trúar- og áróðursrit íslamista. Hinir handteknu eru á aldrinum 21 til 37 ára. Meðal þess sem rannsókn lögreglu beinist að eru tengsl þessa hóps við hópa annars staðar í heiminum.