Í nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir miðast almennar fjöldatakmarkanir við 500 manns og 1.500 gegn framvísun hraðprófs. Þá er afgreiðslutími veitingahúsa lengdur um eina klukkustund, en breytingarnar áttu að ganga í gildi á miðnætti í nótt.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti þessar tilslakanir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

„Við náttúrlega gengum mjög langt um mánaðamótin júní-júlí, og það er það sem nágrannaríki okkar eru að gera núna. Við höfum fengið þá reynslu að fá mjög hastarlega bylgju yfir okkur þannig að við teljum ekki forsvaranlegt að aflétta öllu í einu skrefi aftur því þá gætum við lent í sömu stöðu með fullbólusett samfélag,“ segir Svandís, spurð hvers vegna hún gekk ekki lengra.

Hefur talað fyrir afléttingum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vildi sjá enn frekari afléttingar: „Ég hef auðvitað talað fyrir á þessum...