Eftir Hauk Hauksson: „Auðvitað á að taka upp týsdag, óðinsdag, þórsdag og freysdag, glæsileg íslensk nöfn ...“
Haukur Hauksson
Haukur Hauksson

Karl faðir minn, Haukur Jóhannsson, verkfræðingur í vatnsaflsvirkjun, hefur skrifað um þessi mikilvægu mál.

Mikil framför var eftir frönsku byltinguna þegar Frakkar létu staðla metrann sem gert var í París 1795. Bolsévikar tóku upp metrakerfið 1918 og nútíma evrópskt dagatal, einnig fengu konur kosningarétt. Upp úr þessari skynsamlegu alþjóðavæðingu mælieininga koma síðan SI (Système international (d'unités)) og ISO (International Standart Organisation).

Metrakerfið var tekið upp hér á landi 1910, án þess væru hér enn þumlungar, faðmar, álnir, pund, pottar ... með veseni sem slíku rugli fylgir, ekki síst í alþjóðasamskiptum. Einkennilegt er að enn séu notaðar gamlar mælieiningar þegar um er að ræða þyngd laxa og barna, dekkjastærðir, flughæð og e.t.v. fleira. Þess má geta að bresk og bandarísk míla eru mislangar.

Ísland viðurkennir SI-kerfið (einungis þrjú lönd af 200 viðurkenna það ekki: Bandaríkin, Mjanmar

...