Meistaradeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Breiðablik mætir stórliði Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Alfredo Di Stéfano-vellinum í Madríd í kvöld.

Þetta er annar leikur Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Blikar töpuðu 0:2-fyrir París SG á Kópavogsvelli í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Blikar eru án stiga, líkt og Zhytlobud Kharkiv frá Úkraínu, í fjórða og neðsta sæti riðilsins en París SG og Real Madrid eru bæði með þrjú stig í efstu sætunum.

„Þessi leikur leggst mjög vel í okkur og við erum mjög spenntar að mæta þeim,“ sagði Ásmundur Arnarson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, á fjarfundi í Madríd með fjölmiðlamönnum í gær. „Við flugum út á mánudaginn og ferðalagið hingað út var langt en gott. Við millilentum í París og tókum svo leiguflug þaðan til Madrídar. Við vorum komin á leikstað rétt fyrir kvöldmat

...