Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Ríkiskaup fyrir hönd Framkvæmdasýslu – Ríkiseigna auglýsti nýlega í Morgunblaðinu eftir 5.000 til 15.00 fermetra húsnæði undir ýmsar stofnanir ríkisins. Tekið er fram að húsnæðið þurfi að vera nútímalegt og sveigjanlegt. Ný tækni býður upp á ýmsa möguleika, svo sem að geyma upplýsingar og gögn í skýjum sem alltaf eru aðgengileg í far- og spjaldtölvum.

Meðal helstu verkefna Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FR) er að þróa og útvega aðstöðu fyrir ríkisstofnanir, upplýsir Karl Pétur Jónsson upplýsingafulltrúi. Miklar breytingar séu að verða á vinnuumhverfi á flestum vinnustöðum og eru ríkisstofnanir þar engin undantekning. Breytingarnar eru meðal annars tilkomnar vegna aukinnar notkunar á stafrænni tækni sem eykur þarfir fyrir sveigjanlegri vinnuaðstöðu sem aðlaga má að breytingum á verkefnum til lengri eða skemmri tíma.

„Þessi þróun

...