Bólusetning Fjórar vikur eru liðnar frá seinni fjöldabólusetningunni.
Bólusetning Fjórar vikur eru liðnar frá seinni fjöldabólusetningunni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Fjórar vikur eru liðnar frá fjöldabólusetningum barna á aldrinum tólf til fimmtán ára við Covid-19-veirunni. Þar með ætti meirihluti aldurshópsins að vera kominn yfir aðaláhættutímann af alvarlegum aukaverkunum eftir seinni bólusetninguna.

Fram til dagsins í dag hafa fáar alvarlegar aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar hjá þessum aldurshópi. Öll fengu börnin bóluefni frá Pfizer. Eitt tilvik hjartabólgu hjá barni í kjölfar bólusetningar hefur verið staðfest af Barnaspítala Hringsins fram til ellefta október. Ekki hafa borist neinar tilkynningar um gollurshússbólgu hjá þessum aldurshópi.

Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og læknar Barnaspítala fylgjast þó áfram grannt með mögulegum aukaverkunum í þessum aldurshópi. Yfirlit yfir tilkynntar aukaverkanir í aldurshópnum tólf til sautján ára er birt reglulega á vef landlæknis.

Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru nú 40 prósent einstaklinga í einangrun

...