Kjós Rigningar og umferð eru fljót að setja mark sitt á malarvegi. Holur og drullupollar eru víða á Eyrarfjallsvegi.
Kjós Rigningar og umferð eru fljót að setja mark sitt á malarvegi. Holur og drullupollar eru víða á Eyrarfjallsvegi.

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Eyrarfjallsvegur er svolítið slæmur núna. Menn veigruðu sér við að fara af stað fyrir síðustu helgi til að hefla hann út af rigningarspánni. Þeir eru að fara af stað, vonandi í vikunni, með heflun á öllum veginum. Einnig á að bæta í malarslitlagið á verstu köflunum til að ná tökum á þessu fyrir veturinn,“ sagði Bjarni Stefánsson, deildarstjóri umsjónardeildar suðursvæðis Vegagerðarinnar.

Miklar holur og drullupollar hafa gert þeim lífið leitt sem átt hafa leið um Eyrarfjallsveg (460) í Kjós að undanförnu. Um er að ræða sveitaveg sem liggur frá Hvalfjarðarvegi (47) og í kringum Eyrarfjallið. Hann er með malarlagi og þjónar bændum og búaliði á svæðinu og eins sumarbústaðafólki. Bjarni segir aðspurður að Eyrarfjallsvegurinn sé ekki þyngri í viðhaldi en aðrir malarvegir.

„Þessir malarvegir geta verið erfiðir ef tíðin er þannig, þegar mikil rigning fer saman við umferð,

...