Drífa Snædal
Drífa Snædal

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

„Við höfum alltaf sagt að kjarabætur koma í fleiri formum en í launaumslagið. Hins vegar er það náttúrlega ekki hlutverk seðlabankastjóra að leggja línurnar fyrir kjaraviðræður. Það er nokkuð sem við gerum á okkar lýðræðislega vettvangi,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ þegar borin eru undir hana ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í viðtali við ViðskiptaMoggann í gær.

Þar varaði hann við að ráðist yrði í ósjálfbærar launahækkanir og hvatti til þess að ráðist yrði frekar í stórfellda uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir þessi ummæli seðlabankastjóra afskaplega skynsamleg, „og ég lít á þetta sem viðvörunarorð til aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda nýrra kjarasamninga. Það er ljóst að við höfum farið í gegnum miklar launahækkanir á undanförnum árum og mikið lengra verður ekki komist að sinni. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt

...