Alvarleg árás Lögreglumaður með leitarhund rannsakar hér einn vettvang árásarinnar í Kongsberg í gærkvöldi, en mikill viðbúnaður var um allan Noreg.
Alvarleg árás Lögreglumaður með leitarhund rannsakar hér einn vettvang árásarinnar í Kongsberg í gærkvöldi, en mikill viðbúnaður var um allan Noreg. — AFP

Fimm manns létu lífið og tveir til viðbótar særðust þegar maður vopnaður boga og örvum gekk berserksgang í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi. Hófst árásin í kaupfélagsverslun Co-op í bænum, og fékk lögreglan tilkynningu um málið kl. 18.13 að staðartíma, eða 16.13 að íslenskum tíma. Fór maðurinn um bæinn og réðst að fólki áður en lögreglan náði að yfirbuga hann kl. 18.47 að staðartíma. Var maðurinn einn að verki.

Ekki var vitað um ástæður árásarinnar í gærkvöldi, en maðurinn mun einnig hafa verið vopnaður hnífi. Sagði Øyvind Aas, lögreglustjóri í Buskerud, að ekki væri útilokað að um hryðjuverk væri að ræða. Þá væri ekki verið að leita að öðrum í tengslum við málið.

Bæjaryfirvöld í Kongsberg virkjuðu í gær fjöldahjálparstöð fyrir þá sem þyrftu á áfallahjálp að halda. Þá var fjöldi lögreglumanna kallaður til aðstoðar frá Osló.

Utanríkisráðuneytið hvatti í gær Íslendinga í Kongsberg og nágrenni til þess að

...