Guðmundur Magnússon

gudmundur@mbl.is Úrsagnir alþingismanna úr þingflokkum eru mun algengari en ætla má af umræðum síðustu daga um mál Birgis Þórarinssonar. Frá um 1970 hafa nær fjörutíu þingmenn sagt skilið við flokka sína, þar af voru nítján úrsagnir frá aldamótum. Morgunblaðið birtir í dag lista yfir alla þingmennina sem um er að ræða.

Flokkshollusta var meiri fyrr á tíð en nú og telja fræðimenn það skýra að tiltölulega sjaldgæft var fram til um 1970 að þingmenn yfirgæfu flokka sína. Pólitísk vistaskipti voru þó ekki óþekkt en þau voru ætíð hluti af stærra pólitísku umróti.

Samantektin í dag sýnir að úrsagnir úr þingflokkum hafa verið algengari meðal þingmanna vinstriflokka en hægri- og miðflokka. Metið eiga Alþýðubandalagið og arftaki þess, VG. Sex þingmenn sögðu sig úr Alþýðubandalaginu frá 1969 og sex hafa sagt sig úr VG frá stofnun flokksins. Athygli vekur að einn þingmaður, Kristinn H. Gunnarsson, sagði

...