Leiðangur Norskir vísindamenn þurftu að leiðrétta veiðiráðgjöf sína.
Leiðangur Norskir vísindamenn þurftu að leiðrétta veiðiráðgjöf sína. — Ljósmynd/HI

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Það kemur fyrir að mannleg mistök verða jafnvel hjá færustu sérfræðingum og hefur norska hafrannsóknastofnunin Havforskningsinstituttet (HI) í tvígang þurft að leiðrétta ráðgjöf sína fyrir 2022, en tilkynningar þess efnis voru birtar á vef stofnunarinnar 4. október.

Leiðrétta þurfti ráðlagðan afla í norðlægri ýsu í kjölfar þess að uppgötvaðist villa í hugbúnaði sem HI styðst við, Stox. Þegar HI gaf út ráðgjöf sína um miðjan júnímánuð nam hún 180.003 tonnum en í kjölfarið uppgötvaðist villan og hefur verið birt ný ráðgjöf og er hún 178.532 tonn.

„Eftir að villurnar fundust endurreiknuðu vísindamennirnir stofnstærðir ýsu og þorsks á Norðurslóðum. Breytingar í stofnstærðum voru lítilvægar. Kvótaráðgjöf fyrir ýsu hefur verið lækkuð um innan við 1 prósent og engin breyting verður á ráðgjöf í þorski,“ segir í tilkynningu um galla í Stox.

...