Hvernig stendur á því að okkur hefur þótt í lagi svo árum og áratugum skiptir að kerfið vinni gegn fólki sem vill losna úr ofbeldissamböndum? Að einstaklingur sem þarf að losna úr hjónabandi þar sem hann hefur verið beittur ofbeldi af maka sé háður því að makinn samþykki skilnaðinn á grundvelli ofbeldisins? Jafnvel þótt hann hafi hlotið dóm fyrir. Að ferlið taki óratíma fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði. Að tíminn og kostnaðurinn þýði jafnvel að fólk gefist upp og endi aftur í ofbeldissambandinu. Að það væri í öllum tilfellum best að hafa það einfalt að giftast en erfitt að skilja?

Sem betur fer hafa nú orðið kaflaskil í þessum málum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar um breytingar á hjúskaparlögum sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi. Með gildistöku laganna 1. júlí 2023 mun nægja að fyrir liggi upplýsingar frá lögreglu

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson