Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefði ákveðið að senda Leopard 2A6-orrustuskriðdreka til Úkraínu, og að öðrum ríkjum sem hafi yfir drekanum að ráða verði einnig heimilt að senda hann þangað. Má gera ráð fyrir að ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) afhendi Úkraínuher á næstunni hundruð slíkra orrustuskriðdreka, en þeir voru sérstaklega hannaðir til að takast á við bryntæki Rússlands í vopnuðum átökum.

Í viðtali við Times Radio sagði bandaríski hershöfðinginn, Jack Keane, að þessi tæki myndu, ásamt orrustuskriðdrekanum Challenger 2, sem ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum, og hinum rússnesksmíðaða T-72, rjúfa varnarlínur innrásarliðs Rússa í boðaðri stórsókn Úkraínumanna. Bryntækin séu

...