Guðjón Elí Sturluson fæddist á Ísafirði 7. júlí 1959. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 18. janúar 2023.

Hann er sonur hjónanna Rebekku Stígsdóttur, f. 29.6. 1923 að Horni í Sléttuhreppi, d. 15.2. 2019 á Ísafirði, og Sturlu Halldórssonar, f. 13.7. 1922 á Ísafirði, d. 1.3. 2008 á Ísafirði.

Guðjón Elí ólst upp á Ísafirði. Systkini Guðjóns eru Guðjón Elí Sturluson eldri, f. 15.9. 1945, d. 21.2. 1958, Frímann Aðalbjörn Sturluson, f.12.6. 1947, Jónína Sturludóttir, f. 4.11. 1949, Stígur Haraldur Sturluson, f. 20.10. 1953 og Friðgerður Ebba Sturludóttir, f. 4.7. 1965.

Guðjón lauk sveinsprófi í blikksmíði 1985 og starfaði við þá iðn alla sína tíð. Hann vann síðustu 22 árin hjá Blikksmíði ehf. og vann þar lengst af sem verkstjóri.

Guðjón var meðlimur Kiwanisklúbbsins Eldeyjar og var forseti klúbbsins 2018-2019. Hann sinnti ýmsum störfum innan félagsins um árabil.

Fyrri

...