Lífið Kona ásamt tveimur börnum í Suður-Súdan. Mynd tengist óbeint.
Lífið Kona ásamt tveimur börnum í Suður-Súdan. Mynd tengist óbeint. — AFP

Ellefu börn létust þegar sprengja sprakk skyndilega í Suður-Súdan. Atvikið átti sér stað norðvestur af höfuðborginni Júba en ekki er talið að um beina árás sé að ræða. Þess í stað þykir líklegt að sprengjan hafi legið falin í jarðvegi. Auk hinna látnu er minnst eitt barn alvarlega sært.

Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir í jarðveginum árið 2013 þegar mikil átök geisuðu í landinu samhliða sjálfstæðisyfirlýsingu.