Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Á leiðtogafundi liðinnar viku bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ríkjaleiðtoga velkomna í Hörpu, en Samfylkingarfólk og Sósíalistar fordæmdu hana fyrir að hafa tekið brosandi á móti Giorgiu Meloni forsætisráðherra Ítalíu, sem sögð var fasisti og útlendingahatari. Þramma þó engir svartstakkar í Róm og útlendingastefnan á meðalvegi í ESB.

Ekki fór síður vel á með öðrum leiðtogum þann dag, þeim Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í systurflokki Samfylkingarinnar. Þær gæddu sér á rauðum kratarósarkökum og réðu ráðum sínum. „Mette gaf mér ýmis góð ráð um það hvernig á að halda sjó með sína stefnu,“ sagði Kristrún um fund þeirra.

Sína stefnu? Átti hún þar við útlendingamál? Hælisleitendur? Danski Jafnaðarmannaflokkurinn sneri við blaðinu í þeim árið 2018 við

...