Kirkjan okkar hefur oft endurnýjast í helgum anda sínum og það er aftur tekið til við að byggja upp og laga, sætta fólk og gera samfélagið heilt.
Kristján Björnsson
Kristján Björnsson

Kristján Björnsson

Í nokkur ár hefur verið unnið að endurnýjun og miklum viðgerðum á Skálholtsdómkirkju. Hefur það vakið eftirtekt vegna þess hvað allt er orðið nýtt og vandað að utan og innan. Fyrir nokkrum árum voru steinflísar farnar að fjúka af þakinu og mikil mildi að í slíkum stórviðrum voru fáir á ferli. Þakflísar hafa fundist á bílastæðinu og niður Fjósakelduna þar sem Oddur þýddi Nýja testamentið og skæðadrífan kom niður víðar um heimatorfuna. Um tíma héldu fornleifafræðingar að steinbrotin væru gamlar minjar. Kirkjan lak og gerðu kórfélagar grín að því að tenórinn þurfti að bregða upp regnhlíf á æfingu. Bókhlaðan í turninum var í hættu, mikill menningararfur. Aðeins þrjár af fimm klukkum hringdu. Nokkru fyrr var listgler Gerðar Helgadóttur í hættu og sprunga var komin í mósaíkið hennar Nínu Tryggvadóttur, þvert um hægri arm Drottins. Það þótti illt því það er trú margra að Kristur

...