Það var létt yfir fólki þegar nýr Suðurlandsvegur, milli Hveragerðis og Selfoss, var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar klipptu á borðann og er…
Opnun Innviðaráðherra og forstjóri Vegagerðarinnar klipptu á borðann við eftirlitsstað rétt austan við Kotströnd.
Opnun Innviðaráðherra og forstjóri Vegagerðarinnar klipptu á borðann við eftirlitsstað rétt austan við Kotströnd. — Morgunblaðið/Eggert

Það var létt yfir fólki þegar nýr Suðurlandsvegur, milli Hveragerðis og Selfoss, var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar klipptu á borðann og er þar með síðasta hluta verksins lokið og á góðum tíma því áætlað hafði verið að verklok yrðu í september.

Markmiðið með uppbyggingu Suðurlandsvegar var að auka öryggi á þessari fjölförnu umferðaræð, en það munar mikið um aðskildar akstursstefnur og eins hefur vegamótum nú verið fækkað úr rúmlega tuttugu í tvenn. Umferð hefur aukist mjög á þessu svæði undanfarin ár og verkið því afar aðkallandi. Sigurður Ingi sagði í ávarpi við opnunina að hann hefði lagt sérstaka áherslu á að fækka einbreiðum brúm og vegamótum og reynt að aðskilja akstursstefnur þar sem álag væri mikið. „Þessi vegarkafli milli Hveragerðis og Selfoss er einn af þeim

...