Guðni Baldursson fæddist í Reykjavík 4. mars 1950. Hann lést á heimili sínu 7. júlí 2017.

Foreldrar Guðna eru Baldur H. Aspar, prentari frá Akureyri, f. 8.12. 1927, og Þóra Guðnadóttir, fyrrv. móttökuritari frá Reykjavík, f. 17.2. 1931.

Guðni lauk landsprófi frá Vogaskóla 1966, stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970 og viðskiptafræði frá HÍ 1976. Guðni var í símavinnu nokkur sumur og hóf störf hjá Hagstofu Íslands meðfram námi í viðskiptafræðinni og síðar Þjóðskrá og vann hann þar til dánardags. Guðni stóð að stofnun Samtakanna '78, mannréttindafélags hinsegin fólks, og sat í stjórn þess lengi vel. Hann kom einnig að stofnun Alnæmissamtakanna á Íslandi, síðar HIV Ísland, 1988 og sat í stjórn þess frá upphafi til dánardags.

Guðni hóf sambúð vorið 1979 með Helga Viðari Magnússyni, starfsmanni á Landspítala, f. 11.3. 1955, d. 17.12. 2003, og gengu þeir í staðfesta samvist 23.11. 1998.

...