Bandaríski hagfræðiprófessorinn David D. Friedman flytur fyrirlestur kl. þrjú í dag, laugardaginn 30. september, á ráðstefnu Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta og Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema í Háskólanum í Reykjavík. Hyggst hann ræða um, hvernig lög geti myndast án ríkisvalds. Eitt dæmið, sem honum er hugleikið, er íslenska þjóðveldið. Friedman er afar fróður um Íslendinga sögur, eins og kemur fram í ritgerð, sem hann birti 1977 í bandarísku fræðitímariti um þjóðveldið og íslenskuð var í tímaritinu Frelsinu 1981. Þar reyndi hann af mikilli hugvitssemi að skýra hagfræðilega út ýmsar reglur þjóðveldisins.

Friedman er sonur hins áhrifamikla hagfræðings og Nóbelsverðlaunahafa Miltons Friedmans og konu hans og samstarfsmanns, Rose Friedman. David var fyrsti gestur Félags frjálshyggjumanna, sem stofnað var vorið 1979 og starfaði í tíu ár. Flutti hann fyrirlestur í Reykjavík þá um haustið. Hann er smávaxinn og

...