eftir Hannes H. Gissurarson: „„Í landi, þar sem stjórnin á öll atvinnutækin, bíður stjórnarandstæðingsins hægur hungurdauði,“ skrifaði Trotskíj, eftir að Stalín hafði tekið upp áætlunarbúskap.“
Íslenskir kommúnistar gengu fram í ýmsum flokkum: 1930 þrömmuðu Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason undir rauðum fána; 1938 hafði Kristinn E. Andrésson bæst í hópinn; 1956 skýldu stalínistarnir sér á bak við Hannibal Valdimarsson, sem gengið hafði til liðs við þá.
Íslenskir kommúnistar gengu fram í ýmsum flokkum: 1930 þrömmuðu Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason undir rauðum fána; 1938 hafði Kristinn E. Andrésson bæst í hópinn; 1956 skýldu stalínistarnir sér á bak við Hannibal Valdimarsson, sem gengið hafði til liðs við þá.
Í dag, 7. nóvember 2017, er heil öld liðin frá byltingu bolsévíka, eins og kommúnistar kölluðu sig í Rússlandi. Þennan dag fyrir hundrað árum rændu Lenín og liðsmenn hans völdum af kjörinni lýðræðisstjórn. Í hönd fór sigurför kommúnista um heim allan, en samkvæmt Svartbók kommúnismans, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2009, týndu 100 milljónir manna lífi af þeirra völdum: Flestir voru sveltir í hel, aðallega í Úkraínu 1932-1933 og Kína 1958-1961, aðrir skotnir, hengdir eða barðir til bana. Sumum var drekkt og lífið murkað úr öðrum í pyndingaklefum eða vinnubúðum. Þótt þessi róttæka hreyfing, sem hóf göngu sína fyrir hundrað árum, yrði smám saman að andlausri stofnun, snerust stjórnmáladeilur um allan heim, líka á Íslandi, löngum um kommúnismann, allt fram til þess að Berlínarmúrinn hrundi 1989. En hvers vegna krafðist kommúnisminn svo margra fórnarlamba? Er alræði óhjákvæmilegt í sameignarkerfi? Hvað getum við lært af þessum ósköpum, sem riðu yfir...