Eftir Ellisif K. Björnsdóttur: „Heyrnartæki geta bjargað miklu hjá þeim sem eru með skerta heyrn því auk þess að bæta heyrnina halda þau heilanum í þjálfun.“
Ellisif K. Björnsdóttir
Ellisif K. Björnsdóttir
Það er kunnara en frá þurfi að segja að ef við reynum ekki á einstaka hluta líkamans þá rýrna þeir. Þetta gildir um alla vöðva, meira að segja hjartavöðvann og einnig beinin. Nú hefur vísindamönnum tekist að sýna fram á að heilastöðvar, sem fá takmarkað áreiti, rýrna meira en þær sem fá eðlilegt áreiti. Gráa efnið í þeim hluta heilans, sem meðhöndlar hljóð, rýrnar meira í heyrnarskertu fólki en hjá þeim sem hafa eðlilega heyrn. Vísindamenn við John Hopkins og National Institute on Aging hafa rannsakað áhrif heyrnartaps á heilarýrnun og komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að eðlilegt sé að heilinn rýrni með aldrinum þá rýrnar hann hraðar hjá fólki með lélega heyrn. Í annarri rannsókn, sem gerð var af prófessor í taugavísindum, dr. Wingfield, við Brandeis University í BNA í samstarfi hans með starfsbræðrum við háskólana í Pennsylvaníu og Washington, notuðu þeir segulómun og könnuðu áhrif heyrnartaps bæði á virkni og gerð heilans. Rannsóknin sýndi að þeir...