Eftir Guðna Nikulásson: „Mikilvægasta nýframkvæmd á Austurlandi í vegagerð.“
Guðni Nikulásson
Guðni Nikulásson
Axarvegur milli Skriðdals og Berufjarðar er um 18,5 km langur. Vegurinn fer hæst upp í um 530 m á smá kafla, en lækkar nokkuð ört til Berufjarðar og aflíðandi til Héraðs. Með því að byggja góðan heilsársveg yrði með auðveldum hætti hægt að þjónusta Axarveg að vetrarlagi. Axarvegur er mun snjóléttari en aðrir vegir í svipaðri hæð eins og t.d. Öxnadalsheiði og nýr vegur um Vopnafjarðarheiði svo og Möðrudalsfjöllin eins og þau leggja sig og engum blöskrar að Vegagerðin þjónusti þessa vegi. Með góðum heilsársvegi um Öxi væri hringurinn um landið styttur varanlega um 71 km. Vegurinn allt frá Egilsstöðum inn á Öxi, að undanskildum Skriðdalsbotni, liggur í dag á breiðum öruggum og hallalausum vegi á eins hættulausu svæði og orðið getur. Frá vegamótum í Skriðdalsbotn áfram inn á Axarveg verður 11-12 km beinn og aflíðandi vegakafli. Niður í Berufjörð á ca. 3 km kafla verður halli vegar hvergi meiri en 7,6 % á afmörkuðu svæði. Eftir framkvæmdir verður því leitun að...