Pálmi Ingólfsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1948. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 27. janúar 2018.

Foreldrar hans voru Ingólfur Pálmason frá Gullbrekku í Eyjafirði, lektor við Kennaraháskólann, f. 16. janúar 1917, d. 4. nóvember 1987, og Hulda Gunnarsdóttir frá Akurgerði í Garði, vaktmaður á Kleppsspítala, f. 18. mars 1917, d. 22. janúar 2014. Systkini hans eru: 1) Gunnar Ingólfsson aðstoðarlyfjafræðingur og örverufræðingur, f. 2. febrúar 1952, d. 7. apríl 1990, dóttir hans er Marianne Ringström Feka, gift Daniel Feka. Þeirra synir eru Dennis og Edvin. 2) Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur, f. 1. maí 1959, gift Eiríki Rögnvaldssyni. Þeirra sonur er Ingólfur Eiríksson. Pálmi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969. Hann lauk próf frá Tækniskóla Íslands í rafmagnstæknifræði og hélt svo til London til frekara náms. Þar lauk hann síðan prófi frá Middlesex Polytechnic og Aldermaston College.

Pálmi hóf

...