Eftir Ásmund Einar Daðason: „Markaðssetningu smá-lánafyrirtækjanna virðist beint að ungu fólki sem á erfitt með að fóta sig á þessum lánamarkaði.“
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

Taka svokallaðra smálána er ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þessi tegund lána virðist hrein viðbót við aðrar tegundir skammtímaskulda. Árið 2017 voru um 70% fólks 18-29 ára sem sótti um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara með smálán. Þetta kemur fram í greiningu umboðsmanns sem ég óskaði eftir. Markaðssetningu smálánafyrirtækjanna virðist beint að ungu fólki sem á erfitt með að fóta sig á þessum lánamarkaði og lendir í greiðsluvanda. Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar.

Ungt fólk leitar í vaxandi mæli til umboðsmanns skuldara

Síðastliðin tvö ár hefur þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika fjölgað um tæp 25% og voru árið 2017 tæplega 1.440. Mest hefur fjölgað í aldurshópnum 18-29 ára og hlutfall smálána af heildarskuldum þessa aldurshóps hefur aukist umtalsvert. Fjárhæðirnar sem þessi...