Marc Lanteigne
Marc Lanteigne

Útgjaldaaukning til varnarmála teygir anga sína víða um heiminn. Dr. Marc Lanteigne, sérfræðingur á sviði kínverskra stjórnmála og utanríkisstefnu starfar við Massey-háskóla á Nýja-Sjálandi, segir við blaðamann Morgunblaðsins að „þrátt fyrir alla þá alþjóðlegu athygli sem útgjaldaaukning Kína hefur fengið verður að taka fram að þessar tölur blikna í samanburði við ráðstafanir í fjárlögum Bandaríkjanna. Í tilfelli beggja er augljóslega einhver þörf fyrir ríkin að sýna hernaðarlegan styrk sinn.“

„Ef horft er frá sjónarhóli Kína hefur ríkið á undanförnum árum haft framsækna stefnu og farið í umfangsmiklar fjárfestingar í alþjóðlegum viðskiptainnviðum, þannig að nú verður ríkið að sýna að það hafi burði til þess að verja kínverska ríkisborgara og eignir erlendis. Til dæmis eru framlög Kína til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, hvað mannskap varðar, mun meiri en nokkurs annars þeirra fimm fastafulltrúa sem eru í Öryggisráðinu. Einnig er Kína að auka viðveru

...