Ný dönsk rannsókn 1 , sem vakið hefur mikla athygli, sýnir að nánast allan áður óútskýrðan launamun kynjanna þar í landi megi rekja til þess að konur eignast börn. Rannsóknin sýnir að konur sem eignast börn lendi varanlega á eftir körlum í tekjuþróun og einnig á eftir þeim konum sem eignast ekki börn.

Vísbendingar eru um að þetta eigi einnig við hér á landi. Á menntaskólaaldri þéna konur nánast það sama og karlar eða um 96% af tekjum karla. Strax upp úr tvítugsaldrinum fer að halla undan fæti hjá konum og á aldursbilinu 25-29 ára, þegar flestar konur eignast sitt fyrsta barn, eru tekjur þeirra rétt um 74% af tekjum karla. Þegar konur standa á fertugu afla þær einungis 70% af tekjum karla að meðaltali og er hlutfallið það sama í öllum aldurshópum þar fyrir ofan.

Eftir að mánaðarlegar hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði voru skertar árið 2009 fór nýting feðra á fæðingarorlofi að minnka. Um þetta

...