Tónlistarmaðurinn Hilmar Örn o.fl. við flutning á Hrafnagaldri Óðins.
Tónlistarmaðurinn Hilmar Örn o.fl. við flutning á Hrafnagaldri Óðins. — Morgunblaðið/Kristinn

Hilmar Örn Hilmarsson fæddist 23. apríl 1958 í Reykjavík. Hann ólst þar upp fyrstu fimm árin og síðan í Murr an der Murr, litlu þorpi rétt við Stuttgart í Þýskalandi frá fimm ára til átta ára aldurs. Þá sneri fjölskyldan aftur til Íslands.

Hilmar Örn gekk í Melaskóla og Réttarholtsskóla og stundaði nám við Menntaskólann við Sund. Þá lærði hann á fiðlu og píanó á bernsku- og unglingsárunum og spilaði einnig á trommur.

Hilmar Örn hóf ungur að gera tilraunir með ýmiss konar hljóðgjafa og umbreytingar á hljóði. Hann var í hinni goðsagnakenndu sveit Þey sem gaf út þrjár plötur í byrjun níunda áratugarins. Eftir að sú hljómsveit lagði upp laupana fór Hilmar Örn að vinna með hljómsveitinni Psychic TV 1984-85 og breskum neðanjarðarhljómsveitum eins og Current 93.

Á þessum tíma fór Hilmar Örn einnig að gera tónlist við kvikmyndir. Hann gerði tónlist og áhrifahljóð við galdrasenur við mynd Kristínar Jóhannesdóttur Á

...