Hafréttur Tómas H. Heiðar flutti erindi um fiskveiðideilur á málstofu á vegum Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg í Þýskalandi í mars á síðasta ári í tilefni af 20 ára afmæli dómsins haustið áður.
Hafréttur Tómas H. Heiðar flutti erindi um fiskveiðideilur á málstofu á vegum Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg í Þýskalandi í mars á síðasta ári í tilefni af 20 ára afmæli dómsins haustið áður.

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Um 120 manns frá öllum heimshornum hafa skráð þátttöku sína í alþjóðlegri ráðstefnu um hafréttarmál sem haldin verður í Veröld, húsi Vigdísar, í Háskóla Íslands í lok júní. Þar verður meðal annars fjallað um breyttar aðstæður og nýja þekkingu á viðfangsefninu.

Á fjórða tug sérfræðinga flytur erindi í átta pallborðum á ráðstefnunni. Hún er haldin að frumkvæði Hafréttarstofnunar Íslands í samvinnu við Hafmálastofnun Suður-Kóreu, en stofnanirnar hafa átt náið samstarf á undanförnum árum og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu á sl. ári. Ráðstefnan nýtur jafnframt stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar, ríkisstjórnar Hollands og Hafréttarstofnunar K.G. Jebsen í Tromsö.

Heimsþekktir sérfræðingar

Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar og dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, segir að flestir ræðumenn...