Eftir Óskar Guðmundsson. Bjartur bókaútgáfa 2018. Kilja, 363 bls.
Heillandi „Frásagnarstíll Óskars Guðmundssonar er einstaklega heillandi.“
Heillandi „Frásagnarstíll Óskars Guðmundssonar er einstaklega heillandi.“ — Morgunblaðið/Golli
Blóðengill er spennusaga sem rífur lesandann með sér í rannsóknarferðalag strax á fyrstu blaðsíðu. Frásagnarstíll Óskars Guðmundssonar er einstaklega heillandi og því er ekki furða að fyrsta bók hans, Hilma, hafi hlotið Blóðdropann sem besta íslenska spennusagan árið 2016.

Blóðengill

er sjálfstætt framhald af fyrstu skáldsögu höfundar en þó er ekki nauðsynlegt að hafa lesið hana til þess að geta notið framhaldsins. Raunar er þannig minnst á atburði úr þeirri sögu að ekki er ólíklegt að lesandinn ákveði að næst ætli hann að lesa Hilmu til þess að fá enn betri innsýn í hugarheim og líf rannsóknarlögreglukonunnar bráðsnjöllu sem bækurnar fjalla um.

Að fylgjast með rannsóknarferlinu í máli mæðgnanna sem hvorki finnst tangur né tetur af, nema talsvert magn af blóði og einn fingur, er dáleiðandi. Raunar missir sögumaðurinn aldrei athygli

...