Ljósmyndari Konráð Ragnarsson.
Ljósmyndari Konráð Ragnarsson.

Konráð Ragnarsson hefur opnað ljósmyndasýninguna „Oft er brauð undir áleggi“ í gluggum flestra verslana og stofnana á Strandgötunni í Hafnarfirði. Um er að ræða myndir sem spanna allt frá byrjun ljósmyndaferils hans fyrir 15 árum til dagsins í dag. „Þetta er ákaflega blönduð sýning, engin sérstök temu, heldur er hver mynd sjálfstæð sem slík. Þarna er blanda af húmor, landslagsmyndir, mjög persónulegar myndir og smá dökkar myndir af tilverunni,“ segir Konráð, sem bendir á að líf hans hafi einkennst af sársauka.

„Ég hef upplifað sársauka síðan ég man eftir mér. Síðastliðin þrjú ár hef ég barist við mikil veikindi, missti fótinn, tennurnar, fékk vefjagigt og krabbamein. Ég held að sú reynsla komi nokkuð oft fram í myndum mínum og nota ég þennan miðil mikið til að tjá tilfinningar mínar og reynslu. Síðan má ekki gleyma þeirri hrottalegu reynslu sem ég varð fyrir sem barn að vera sendur til Breiðavíkur í tæp tvö ár,“ skrifar Konráð, sem...