Þórarinn Guðnason
Þórarinn Guðnason
Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Fyrirmæli heilbrigðisráðherra til Sjúkratrygginga Íslands um að synja sérfræðilækni um skráningu á rammasamning Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur voru haldin svo miklum annmörkum að ákvörðun Sjúkratrygginga sem á þeim byggist er dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli eins sérfræðilæknis en hún gildir fyrir sjö aðra lækna sem höfðuðu samskonar mál á sama tíma en samkomulag var um að reka eitt mál til enda og láta niðurstöðuna gilda um öll hin málin.

Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar hafa gefið fyrirmæli til Sjúkratrygginga um að veita ekki fleiri sérfræðilæknum aðild að rammasamningnum. Rökin voru þau að útgjöld við þessa þjónustu hefðu farið fram yfir fjárheimildir. Nánast enginn læknir hefur fengið aðild að samningnum síðustu tvö árin, jafnvel þótt þörf hafi verið á þjónustu þeirra. Á þessum tíma hefur umsóknum sautján lækna verið...