Stefán Kemp, fyrrverandi verkstjóri á Sauðárkróki, fæddist á Illugastöðum í Laxárdal, Skefilsstaðahreppi, Skagafirði, 8. ágúst 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 4. september 2018.

Foreldrar hans voru Ludvig Rudolf Kemp, f. 1889, d. 1969, og Elísabet Stefánsdóttir, f. 1888, d. 1984. Stefán var þriðji í röðinni af níu systkinum. Þau voru: Júlíus, f. 1913, Ragna, f. 1914, Friðgeir, f. 1917, Aðils, f. 1920, Björgólfur, f. 1921, Oddný Elísabet, f. 1922, Helga Lovísa, f. 1925, og Stefanía Sigrún, f. 1927. Þau eru nú öll látin.

Stefán giftist Áslaugu Björnsdóttur, f. 22. júni 1922, d. 20. október 1995, frá Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði þann 4. nóvember 1944 og hófu þau búskap á Sauðárkróki stuttu síðar.

Stefán og Áslaug eignuðust fjórar dætur: 1) Elísabet Kemp, f. 17. apríl 1945, hjúkrunarfræðingur. Maki Jón Friðberg Hjartarson, f. 29. júlí 1947, fyrrverandi skólameistari. Þau eru búsett í

...