Eftir Ólaf Stephensen: „Hvert er réttaröryggi fyrirtækja þegar stjórnmálamenn lýsa yfir að þeir hyggist hafa niðurstöður dómstóla að engu?“
Ólafur Stephensen
Ólafur Stephensen

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í gær. Þar fjallar ráðherrann um nýlegan dóm Hæstaréttar, þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti brjóti í bága við EES-samninginn. Þar með var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kallaði ákvörðun íslenzkra stjórnvalda um að viðhalda banninu „ vísvitandi og alvarlegt brot á samningsskuldbindingum íslenskra stjórnvalda.“

„Framsókn segir nei“

EFTA-dómstóllinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu að það sé ekki eingöngu bannið við innflutningi á fersku kjöti sem sé ólöglegt, heldur einnig bann við innflutningi á ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Í samræmi við það gerðu lögmenn íslenzka ríkisins í síðustu viku réttarsátt, þar sem ríkið viðurkenndi bótaskyldu sína í máli þar sem fersk egg voru gerð upptæk í tolli.

...