Þórdís Kristmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13.11. 1948 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1968, M.Sc-prófi í lyfjafræði og síðar doktorsprófi frá háskólanum í Manchester á Englandi 1976 og var Post- Doctoral Research Fellow á vegum I.C.I. Pharmaceuticals við sama skóla 1977-79.

Þórdís hóf störf við lyfjafræði lyfsala við HÍ haustið 1979, varð prófessor í lyfjagerðarfræði þar 1986, sem er hennar sérsvið. Hún varð önnur konan sem skipuð var prófessor við HÍ.

Rannsóknir Þórdísar á síðustu árum hafa einkum beinst að þróun og prófunum á lyfjaformum, sem innihalda sýkladrepandi fitusýrur og mónóglýseríð, sem virk efni, í þeim tilgangi að fyrirbyggja smit um slímhimnur og til meðferðar á húð- og slímhimnusýkingum. Hún hefur ritað fjölda greina og bókarkafla um viðfangsefni sín.

Þórdís var ritstjóri Tímarits um lyfjafræði 1980-84, framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélags Íslands 1979-91, sat í

...