Andsetinn Bjarni Bjarnason segir að sagan af Læknishúsinu hafi verið óhlýðin.
Andsetinn Bjarni Bjarnason segir að sagan af Læknishúsinu hafi verið óhlýðin. — Morgunblaðið/Eggert

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Gamla Læknishúsið við Eyrargötu á Eyrarbakka á sér langa og merkilega sögu eins og fram kemur meðal annars í skáldsögunni Læknishúsið eftir Bjarna Bjarnason sem kemur út um helgina. Í sögunni segir frá rithöfundi sem flytur til bráðabirgða í Læknishúsið með eiginkonu sinni og dætrum og fljótlega kemur í ljós að í því húsi á hann dramatíska sögu, bjó um tíma með öldruðum bræðum sem verða örlagavaldar í lífi hans, en einnig kemur mjög við sögu löngu látin stúlka, eða er það kannski andi hússins?

Bjarni Bjarnason segir að langafi sinn hafi byggt Læknishúsið á Eyrarbakka árið 1916 og að það sem snerti húsið sem slíkt sé sögulega rétt í bókinni.

„Það er líka rétt að ég var þarna á Bakkanum sem strákur, bjó um skeið hjá gömlum ömmubræðrum mínum, þeim Pétri og Sigga. Annar var blindur og hinn löngu hættur að tala. Þeir ráku bókasafnið sem var

...