Á aðventunni er fallegt að minnast þeirra sem minnst mega sín. Og þar geta þingmenn VG sannarlega verið stoltir af snemmbúnum afrekum sínum. Þeim tókst með harðfylgi að berja í gegn lækkun á greiðslum í sameiginlega sjóði þjóðarinnar fyrir skjólstæðinga sína.

Enginn efast um að í VG er kærleiksríkt fólk sem réttir þeim hjálparhönd sem harðast hafa orðið úti. Það er yfirlýst markmið hreyfingarinnar að færa tekjur í samfélaginu frá breiðu bökunum til smælingjanna og beita til þess fjárlögum.

Formaður VG hóf samtalið við þegnana eins og lenska er í hennar hópi. Að vísu ekki við stjórnarandstöðuna, ekki fiskverkafólk sem hefur misst sína vinnu, ekki öryrkja og alls ekki almenning. Skiljanlega gat VG ekki talað við neina nema sína minnstu bræður.

Nei, eins og búast mátti við af þeim sem áður kenndu sig við alþýðuna var ákveðið að smætta vandann með því að einbeita sér að brýnasta máli samfélagsins,

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson