Eftir Jón Baldvin Hannibalsson: „Eru íslenskir ríkisborgarar virkilega núorðið varnarlausir frammi fyrir níðrógi og mannorðsmorðum af þessu tagi?“
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Tímaritið Mannlíf birti í febrúar árið 1995 viðtal við systurnar Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, dætur okkar Bryndísar, undir fyrirsögninni: „Þríleikur Baldvinsdætra“. Í viðtalinu beindi blaðamaðurinn, Kristján Þorvaldsson, eftirfarandi spurningu að systrunum: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Snæfríður : „Ég gæti ekki óskað mér betri foreldra“.

Aldís : „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur... Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur...“

Kolfinna : „...einlægur og tilfinninganæmur...“

Snæfríður : „...heill og heilbrigður í hugsun...“

Aldís

...