Eftir Halldór Gunnarsson: „Kjósendur flokksins eiga flokkinn með málefnunum en ekki formaður flokksins sem prókúruhafi. Ólafur og Karl Gauti hafa fylgt málefnunum. Fylgjum þeim.“
Halldór Gunnarsson
Halldór Gunnarsson

Á framhaldsstofnfundi Flokks fólksins 25. mars 2016 var ég kosinn varaformaður flokksins. Fyrir kosningarnar það haust, 29. október 2016, vann ég að samþykktum og starfsreglum flokksins og framboði með formanni flokksins Ingu Sæland. Það framboð skilaði flokknum 3,5% fylgi og fjármögnun til að greiða skuldir framboðsins og möguleika á áframhaldandi starfi.

Þegar boðað var til kosninga ári síðar, taldi ég nauðsynlegt að styrkja framboðið með sterkum og vel kynntum einstaklingum til framboðs og beitti ég mér fyrir því að fá til liðs við okkur dr. Ólaf Ísleifsson hagfræðing og Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi sýslumann í Vestmannaeyjum, sem leiddu lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Suðurkjördæmi.

Við Ólafur unnum saman áhersluatriði flokksins í kosningabæklingnum og náði flokkurinn mjög góðum árangri í kosningunum eða 6,9% atkvæða. Allt gerðist þetta með góðri frammistöðu frambjóðenda og góðs

...