Fegurð Mikil náttúrufegurð er þar sem TP Investments hyggst byggja.
Fegurð Mikil náttúrufegurð er þar sem TP Investments hyggst byggja.

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Jerome Bottari, framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu TP Investments, fjölskyldufyrirtæki í Mónakó sem hyggst reisa hágæða dvalarstað fyrir ferðamenn á Heyklifi við Stöðvarfjörð, og sagt var frá upphaflega í Morgunblaðinu á síðasta ári, segir í samtali við Morgunblaðið að verkefnið gangi samkvæmt áætlun.

Hann segir að verkefnið sé það fyrsta sem fyrirtækið tekst á hendur hér á landi, og því sé margt sem þurfi að læra í ferlinu. Hann segir að fjöldi íslenskra arkitekta og verktaka muni koma að málinu. „Enn er margt óljóst. Nú er unnið að deiliskipulagi og undirbúningi að umsókn byggingarleyfa, en yfirvöld í sveitarfélaginu Fjarðabyggð eru áhugasöm. Allir aðilar eru áfram um að koma verkefninu á skrið, “ segir Jerome.

Hann segir að fyrir tveimur vikum hafi verið haldinn sérstakur byrjunarfundur með lykilaðilum sem koma munu að verkefninu. Þar...