Alvörustund Michael Ridley, fyrrverandi yfirmaður hjá J.P. Morgan, sat fund í Stjórnarráðinu í gær um málefni WOW air. Hann var einnig kallaður til ráðgjafar við stjórnvöld helgina örlagaríku í október 2008 í þann mund sem bankarnir féllu. Á myndinni má einnig sjá Benedikt Árnason, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, Guðmund Árnason, ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Með bakið í myndavélina situr Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Alvörustund Michael Ridley, fyrrverandi yfirmaður hjá J.P. Morgan, sat fund í Stjórnarráðinu í gær um málefni WOW air. Hann var einnig kallaður til ráðgjafar við stjórnvöld helgina örlagaríku í október 2008 í þann mund sem bankarnir féllu. Á myndinni má einnig sjá Benedikt Árnason, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, Guðmund Árnason, ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Með bakið í myndavélina situr Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Stefán E. Stefánsson

Baldur Arnarson

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Frá því á fimmtudagskvöld hafði Icelandair haft til skoðunar að kaupa WOW air að hluta til eða í heild. Niðurstaða þeirrar skoðunar var sú, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, að of mikil áhætta fælist í því að fjárfesta í félaginu.

Samkvæmt tilkynningu frá WOW air sem send var út í gærkvöldi vinnur félagið nú að því að ná samkomulagi við meirihluta lánardrottna sinna um að skuldum félagsins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félaginu fjármagn til rekstrarins uns það nái „sjálfbærum rekstri til framtíðar“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þessar viðræður munu hafa staðið yfir um helgina, samtímis viðræðunum við Icelandair.

...