Eftir Friðþór Ingason: „Svo virðist sem þessi sérstaka orðanotkun sé orðin að leiðindaávana á öllum sviðum samfélagsins og umræðu.“
Friðþór Ingason
Friðþór Ingason

Að undanförnu hefur mér fundist vera þónokkur vitundarvakning í samfélaginu þegar kemur að orðræðu fólks hvað varðar geðsjúkdóma.

Nú virðist fólk vera gagnrýnna á sjálft sig þegar kemur að því að tala áður en það hugsar. Með þessari fyrrnefndu vitundarvakningu hef ég sjálfur einnig vaknað og er meðvitaður um orðanotkun og henni tengt, ekki bara sem fagmaður heldur einnig maður sem greindist með geðsjúkdóm.

Þó eru enn margir sem blaðra á ónærgætinn hátt án þess að hugsa um einstaklinga sem eru við hlið manns eða hreinlega í útvarpsþáttum og vil ég nefna tvö dæmi frá ríkisútvarpinu vikuna 25. febrúar til 3. mars sl.

Vil ég byrja á þætti morgunútvarpsins á föstudagsmorgun eða laugardagsmorgun þar sem einn viðmælandi er að fara yfir fréttir vikunnar og veðrið. Viðkomandi meðmælandi segir: „Maður er nú orðinn þunglyndur af þessu öllu.“ Ég spurði þá sjálfan mig og svaraði: er viðkomandi ekki að ræða um að hún sé

...