Eftir Valborgu Önnu Ólafsdóttur: „Ég ræddi við bankastjórann minn, fékk lán og veðsetti íbúðina mína fyrir aðgerðinni. Fór síðan í aðgerð í mars 2017, greiddi sjálf fyrir aðgerðina. Ég, sjúkratryggði Íslendingurinn.“
Valborg Anna Ólafsdóttir
Valborg Anna Ólafsdóttir

Eftir einar þrjár krossbandaaðgerðir og ekkert brjósk á milli liða í hnénu kom að því að fara í liðskiptaaðgerð á hné, aðeins rúmlega fimmtug konan.

Ég hafði verið hjá lækni sem sagði mér að ekkert væri hægt að gera nema að fá spelku frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. sem kostaði heilar 140.000 krónur og Sjúkratryggingar Íslands kæmu til með að greiða að fullu.

Ég spurði lækninn hvort það væri ekki hægt að setja mig á biðlista vegna aðgerðar, en svarið var: „Það er svo löng bið“! Ég fór til þeirra hjá Össuri og fékk spelku. Helgarnar fóru í það að liggja upp í sófa og finna þunglyndið banka að dyrum. Ég gat svo lítið gert, var sífellt með mikinn sársauka í fætinum. Fékk ég heimilislækninn minn til að láta mig á biðlista hjá Landspítalanum.

Eftir nokkrar vikur með spelkuna og á þrjóskunni einni saman, spelku sem gerði akkúrat ekki neitt, festist hnéð þegar ég var úti í búð að versla. Þurfti ég hækju til að komast

...