Nýi Herjólfur Einhverjir dagar eru þar til ferjan hefur áætlunarsiglingar.
Nýi Herjólfur Einhverjir dagar eru þar til ferjan hefur áætlunarsiglingar. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Samgöngustofa hefur gefið út farþegaleyfi fyrir nýja Herjólf. Það nær til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.

Einhverjir dagar eru þar til ferjan hefur áætlunarferðir, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Hann segir að lagfæra þurfi ekjubrýr. Gera þarf minni háttar breytingar í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn og örlítið meiri breytingu í Vestmannaeyjum þar sem lengja þarf ekjubrúna. Einnig þarf að aðlaga farþegabrýr. Þá þarf að prófa að aka inn í ferjuna háum ökutækjum, t.d. dráttarbílum með gáma, við mismunandi sjávarstöðu. Gera á fyrstu prufuna í dag. Unnið er að því að gera skipið klárt til að taka á móti farþegum og þjónusta þá.

Ekki er búið að setja upp rafhleðslubúnað fyrir skipið í Vestmannaeyjahöfn. Hluti búnaðarins er kominn til landsins og annað er á leiðinni. Guðbjartur gerir ráð fyrir að uppsetning

...